
Umhverfisstefna
Markmið okkar er að lágmarka neikvæð umhverfisáhrif af starfsemi fyrirtækisins og stuðla að sjálfbærri þróun í byggingariðnaði. Við viljum vera leiðandi í ábyrgri nýtingu auðlinda og hlúa að umhverfinu í allri okkar starfsemi.
1 Umhverfisvæn nýting efna og úrgangs og ábyrgð í efnisvali
Dregið er úr byggingaúrgangi með markvissri og skipulagðri efnisnotkun, þar sem áhersla er lögð á endurnýtingu og endurvinnslu eins mikið og kostur er.
Úrgangur er flokkaður á ábyrgan hátt og samstarf haft við viðurkennda móttökuaðila til að tryggja umhverfisvæna meðhöndlun.
Velja vistvæn og vottuð byggingarefni og forðast efni sem innihalda skaðleg efni fyrir heilsu og umhverfi.
2 Orkunotkun, vistvænar lausnir og mengunarvarnir
Unnið er markvisst að því að draga úr orkunotkun bæði í framkvæmdum og daglegum rekstri, meðal annars með notkun á endurnýjanlegum orkugjöfum og orkusparandi búnaði.
Í öllum framkvæmdum er lögð áhersla á að vernda náttúrulegt umhverfi og vistkerfi, og tryggja að röskun verði eins lítil og mögulegt er.
Mengunarvarnir eru í fyrirrúmi, þar sem leitast er við að minnka losun gróðurhúsalofttegunda og annarra skaðlegra efna í loft, vatn og jarðveg.
3 Samvinna, fræðsla og stöðugar umbætur
Fræðsla er veitt til starfsfólks og verktaka um umhverfisstefnu og mikilvægi umhverfislegrar ábyrgðar í daglegu starfi.
Samstarf er haft við birgja og viðskiptavini með það að markmiði að þróa og innleiða vistvænar lausnir í öllum verkferlum.
Settar eru mælanlegar umhverfiskröfur og árangur metinn reglulega með það að markmiði að bæta frammistöðu.
Fylgst er með lögum, reglugerðum og nýjustu þekkingu, og nauðsynlegar úrbætur framkvæmdar í takt við þróun og kröfur samfélagsins.
Þessi stefna er endurskoðuð árlega og uppfærð eftir þörfum í samráði við lykilstarfsmenn og stjórnendur.

Öryggisstefna
Hjá E. Sigurðsson ehf. er öryggi starfsfólks, viðskiptavina og annarra aðila á verkstað alltaf í forgangi.
Markmið okkar er að skapa vinnuumhverfi þar sem hættur eru greindar og lágmarkaðar með skipulögðum hætti, og tryggja að allir sem koma að framkvæmdum okkar njóti verndar og vinnufriðs.
Við leggjum áherslu á að öll vinna fari fram í samræmi við gildandi lög, reglugerðir og bestu verklag, og að starfsfólk okkar hafi þá þekkingu, búnað og aðstæður sem þarf til að vinna störf sín á öruggan hátt.
Til að tryggja þetta:
Fá allir starfsmenn viðeigandi fræðslu og þjálfun í öryggismálum, auk skýrra verkferla og ábyrgðardreifingar.
Er nauðsynlegur öryggisbúnaður, s.s. hjálmar, hlífðarfatnaður og annar persónuhlífabúnaður, ætíð til staðar og notaður á öllum verkstöðum.
Er reglubundið framkvæmd áhættumat fyrir hvern verkþátt og niðurstöður nýttar til að koma í veg fyrir slys og óhöpp.
Eru öll slys, atvik og frávik skráð, greind og metin til að draga lærdóm og gera viðeigandi úrbætur.
Við viljum tryggja að allir starfsmenn okkar séu virkir þátttakendur í öryggismálum og að umhverfið sem við störfum í stuðli að traustu samstarfi, öryggi og vellíðan.

Gæðastefna
Hjá E. Sigurðsson ehf. höfum við það markmið að öll verkefni og þjónusta sem við veitum uppfylli ströngustu gæðakröfur og væntingar viðskiptavina, samstarfsaðila og annarra hagsmunaaðila. Við trúum því að vönduð vinnubrögð, skýr verkferlar og öflug gæðastjórnun skili ekki aðeins betri niðurstöðum – heldur einnig ánægðari viðskiptavinum, minna álagi á okkar starfsfólk og hagkvæmari framkvæmdum fyrir alla aðila.
Til að ná þessum markmiðum leggjum við sérstaka áherslu á:
Fagmennska og ábyrg vinnubrögð: Starfsfólk okkar vinnur samkvæmt skýrum verkferlum og faglegum viðmiðum, með það að markmiði að framkvæmdir séu rétt unnar í fyrstu tilraun og í samræmi við samþykktar teikningar og kröfur.
Gæðastjórnun og stöðugt eftirlit: Við fylgjum viðurkenndum gæðastöðlum, þar á meðal ISO 9001 þar sem við á, og tryggjum virkt innra og ytra eftirlit með framkvæmdum. Gæðastefnan er rýnd reglulega og framkvæmd hennar er á ábyrgð framkvæmdastjóra.
Tækni og umbætur: Við nýtum nýjustu tækni og lausnir til að bæta verkferla, auka hagkvæmni og stytta framkvæmdatíma. Við hlustum á viðskiptavini og samstarfsaðila, tökum ábendingum alvarlega og vinnum stöðugt að umbótum í allri starfsemi.
Þekking og þróun starfsfólks: Við tryggjum að starfsfólk hafi viðeigandi réttindi og þjálfun til að sinna sínum störfum og styðjum við símenntun og faglega þróun til að viðhalda og efla gæði í allri framkvæmd.
Við hjá E. Sigurðsson ehf. höfum metnað til að standa fremst í faglegum vinnubrögðum og gæðum í byggingariðnaði og leggjum áherslu á langtímasambönd við fyrirtæki, sveitarfélög og opinbera aðila.