Nýir stjórnendur hjá E. Sigurðsson ehf.
Byggingarfyrirtækið E. Sigurðsson ehf. hefur skipað nýja stjórnendur í lykilstöður innan fyrirtækisins í kjölfar skipulagsbreyting sem tóku gildi í desember.
Guðmundur Magnús Jóhannsson hefur tekið við starfi framkvæmdastjóra af Eyjólfi Fannari Eyjólfssyni, sem snýr sér að öðrum verkefnum innan fyrirtækisins. G. Magnús hefur starfað sem rekstrarstjóri og verkefnastjóri hjá fyrirtækinu síðastliðin fimm ár og býr yfir mikilli reynslu af stjórnun og verkefnastýringu í byggingariðnaði. Hann er menntaður húsasmiður og segir það mikinn heiður að taka við starfi framkvæmdastjóra, auk þess sem hann líti á það sem spennandi áskorun að styrkja starfsemina og rækta þau gildi sem fyrirtækið byggir á.
Jafnframt hefur Stefán Haukur Arnarsson verið ráðinn sem fjármálastjóri E. Sigurðsson ehf. Hann hefur starfað hjá fyrirtækinu í átta ár, meðal annars sem verkefnastjóri ásamt því að sinna ýmsum störfum fyrir fyrirtækið síðastliðin átta ár.
Hann hefur einnig veitt ráðgjöf til nýsköpunarfyrirtækja og býr yfir fjölbreyttri reynslu úr atvinnulífinu. Stefán Haukur er viðskiptafræðingur að mennt og hefur sýnt framúrskarandi hæfni í stjórnun fjármála og rekstrarverkefna.
Heimild: Vb.is