Fyrsti áfangi íþróttahússins á Jaðarsbökkum afhentur
Það er okkur hjá E. Sigurðsson ehf. sannur heiður að hafa nú lokið fyrsta áfanga við byggingu nýja íþróttahússins á Jaðarsbökkum á Akranesi.
Glæný og glæsileg aðstaða sem mun styrkja íþróttastarf og hreyfingu á svæðinu um ókomin ár. Það gleður okkur sérstaklega að vita að Skagamenn fá nú tækifæri til að njóta aðstöðu sem stenst kröfur nútímans – bæði hvað varðar aðbúnað og umhverfi.
Hlökkum til að fylgjast með lífinu færast inn í húsið á komandi vikum og mánuðum samhliða því að klára fyrir skil á lokaáfangunum
Hér fyrir neðan eru myndir af fyrsta áfanganum.