E. Sigurðsson ehf. klárar nýja íþróttahúsið á Jaðarsbökkum, Akranes
E. Sigurðsson ehf. hefur gengið frá samningi um innri frágang í nýja íþróttahúsinu á Jaðarsbökkum á Akranesi. Tilboð í verkið voru opnuð í október 2023 og bárust fimm tilboð, þar sem E. Sigurðsson ehf. átti hagstæðasta tilboðið að upphæð 1.324 milljónir króna. Samningur var undirritaður 8.desember 2023.
Verkið felur í sér umfangsmikinn innri frágang og byggir á reynslu E. Sigurðsson ehf., sem nýlega lauk sambærilegu verkefni við leikskólann að Asparskógum (Garðasel). Samkvæmt áætlun skal neðri hæð (búningsklefar) hússins vera tilbúin 30. janúar 2025 og efri hæðir 30. maí 2025.
Aðalhönnuður hússins er Gunnar Borgarson hjá ASK arkitektum og verkfræðihönnun er unnin af Mannvit verkfræðistofu.