E. Sigurðsson ehf x Team Rynkeby Ísland

Undanfarin ár höfum við hjá E. Sigurðsson ehf staðið með Team Rynkeby Íslands í söfnun fyrir Umhyggju - Félag langveikra barna. Team Rynkeby er samevrópskt góðgerðarstarf, sem hjólar á hverju ári um 1300 km á 8 dögum frá Danmörku til Parísar til að safna fjármunum til stuðnings langveikum börnum.

Við hjá E. Sigurðsson ehf erum afar stolt af því að halda áfram sem styrktaraðili Umhyggju, í samstarfi við Team Rynkeby Ísland. Það skiptir okkur miklu máli að styðja verkefni sem hafa raunveruleg og jákvæð áhrif á samfélagið, og sérstaklega á börn og aðstandendur þeirra.

Við viljum þakka Umhyggju og Team Rynkeby fyrir frábært samstarf og það ómetanlega starf sem þau sinna. Við hlökkum til áframhaldandi samstarfs og erum stolt af því að geta lagt okkar af mörkum.

Next
Next

E. Sigurðsson ehf., meðal Framúrskarandi Fyrirtækja 2025