E. Sigurðsson ehf., meðal Framúrskarandi Fyrirtækja 2025

E. Sigurðsson ehf., hefur hlotið viðurkenninguna Framúrskarandi Fyrirtæki 2025 frá Creditinfo. Aðeins um 2,5% íslenskra fyrirtækja standast þau ströngu skilyrði sem þarf til að hljóta þessa viðurkenningu, sem veitt er fyrirtækjum sem sýna stöðugleika, góða afkomu og ábyrga stjórnarhætti.

Merki um traustan og ábyrgan rekstur

Viðurkenningin er staðfesting á traustum rekstri og ábyrgum starfsháttum E. Sigurðsson ehf., sem byggir á fagmennsku, samheldni og gæði í allri starfsemi fyrirtækisins.

,,Það er mikill heiður fyrir okkur að hljóta þessa viðurkenningu. Hún endurspeglar stöðugleika, fagmennsku og metnað allra þeirra sem starfa hjá fyrirtækinu. Við ætlum að halda áfram að byggja upp sterkt, áreiðanlegt og traust fyrirtæki.“ segir Guðmundur Magnús Jóhannsson, framkvæmdastjóri E. Sigurðsson ehf.

Viðurkenningin er jafnframt hvatning til að halda áfram að gera vel, sýna fagmennsku, heiðarleika og traust í öllu sem við gerum og erum við stolt að standa meðal framúrskarandi fyrirtækja landsins.

Next
Next

Forsetinn heimsótti nýja Náttúruminjasafnið á lokametrunum