Forsetinn heimsótti nýja Náttúruminjasafnið á lokametrunum

Það var hátíðleg stund á Safnatröð á Seltjarnarnesi í gær þegar forseti Íslands ásamt fríðu föruneyti lagði leið sína á verkstað nýja Náttúruminjasafns Íslands. Safnið, sem nú er komið á lokametrana, spannar um 1.200 m² og verður sannkölluð perla í menningar- og vísindalífi þjóðarinnar.

Starfsfólk E. Sigurðsson ehf. ásamt undirverktökum tók á móti forsetanum af mikilli ánægju. Magnús Helgason, verkefnastjóri verksins, kynnti framkvæmdirnar og útskýrði hvernig glæsilegur frágangur og uppbygging safnsins tekur á sig lokamynd.

„Það var ótrúlega gaman að fá forsetann til okkar – þessi heimsókn er ekki bara virðing fyrir verkinu heldur líka hvatning til allra þeirra sem hafa lagt hönd á plóg,“ segir Magnús.

Heimsóknin sýnir þann mikla áhuga og væntingar sem eru bundnar við Náttúruminjasafnið. Við hlökkum öll til að sjá dyr þess opnast fyrir gestum og gangandi – því þetta verður sannarlega einstakt safn í íslenskri menningarsögu.

Next
Next

Fyrsti áfangi íþróttahússins á Jaðarsbökkum afhentur