E. Sigurðsson ehf. styður Stjörnuna og Umhyggju

Ásgarður er orðin Umhyggjuhöllin!

Okkur hjá E. Sigurðsson þykir mikilvægt að láta gott af okkur leiða. Þess vegna styrkjum við Stjörnuna og Umhyggja, félag langveikra barna, með margvíslegum hætti meðal annars með því að gefa heimavelli Stjörnunnar, í íþróttahúsinu við Ásgarð, nafnið Umhyggjuhöllin félaginu til heiðurs.

„Við erum stolt af því að styðja við bakið á frábæru starfi innan körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar og á sama tíma nýtum við tækifærið og veitum Umhyggju aukin sýnileika í gegnum þennan frábæra vettvang. Okkur þykir brýnt í starfsemi okkar að huga að samfélagslegri ábyrgð. Við vonumst einnig til að þessi einstaki og skemmtilegi samningur verði fordæmisgefandi fyrir önnur fyrirtæki.“ - Eyjólfur Fannar, Framkvæmdarstjóri

Previous
Previous

Fyrsta skóflustungan að sérhönnuðu húsi fyrir fatlað fólk í Brekknaási

Next
Next

Félagsbústaðir og E. Sigurðsson ehf. undirrita samning um nýbyggingu við Brekknaás